Konur útundan í heilbrigðiskerfinu

Á kvennadeild Landspítalans.
Á kvennadeild Landspítalans. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands skorar á væntanlegan heilbrigðisráðherra, nýja ríkisstjórn og nýkjörna alþingismenn að gera átak í og leysa það „ófremdarástand“ sem skapast hefur þar sem konur geta þurft að bíða í allt að þrjú ár eftir að komast í grindarbotnsaðgerðir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvenfélagasambandinu.

Þar segir að um 300 konur bíði nú eftir að komast í aðgerðir á kvennadeild Landspítalans. Aðgerðirnar sem um ræðir eru einkum vegna blöðrusigs, ristilsigs, legsigs og þvagleka.

„Svo virðist vera að konur sem þurfa á aðgerðum sem þessum að halda,  verði útundan þegar verið er að útdeila peningunum í heilbrigðiskerfinu, Kvenfélagasambandið bendir á að þar er um óbeina kynbundna mismunun að ræða.

Það þarf ekki auðugt ímyndunarafl til að sjá að það að þurfa að bíða svo lengi eft­ir að kom­ast í þessar aðgerðir hef­ur gríðarlega mik­il áhrif á lífs­gæði kvenn­anna sem fyrir því verða.

Óbein mismunun á sér stað þegar hlutlaust skilyrði, viðmið eða ráðstöfun kemur hlutfallslega verr við annað kynið nema slíkt sé viðeigandi, nauðsynlegt eða réttlætanlegt vegna hlutlægra þátta óháð kyni. Þessi hlutlausu skilyrði, viðmið eða ráðstöfun getur verið lög, reglugerð, stefna eða aðrar aðgerðir,“ segir í tilkynningunni.

Frá formannaráðsfundi KÍ.
Frá formannaráðsfundi KÍ.
Frá formannaráðsfundi KÍ.
Frá formannaráðsfundi KÍ.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka