Árangur í að stytta biðlista

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Golli

Árangur fyrstu níu mánaða af þriggja ára átaki Landspítalans í að stytta biðlista bendir til þess að það markmið náist að gera biðtíma eftir aðgerðum sem það nær til styttri en þrjá mánuði. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir biðtími annarra aðgerða hafa styst sömuleiðis. 

Í pistli á vefsíðu Landspítalans gerir Páll verkefni um að stytta biðtíma eftir aðgerðum sem heilbrigðisráðherra skrifaði undir í mars. Páll segir að frá því að verkefnið hófst hafi bið eftir bæklunaraðgerðum þegar styst um helming eða úr 16,7 mánuðum í 8,6 mánuði, augnaðgerðum úr 18,5 mánuðum í 10 og nú sé biðtími eftir hjartaþræðingum rúmir 5 mánuðir í stað 9 áður.

Frétt Mbl.is: Enn langt í að markmið um biðtíma náist

Samhliða þessu hafi tekist að minnka meðalbiðtíma aðgerða sem eru utan hins skilgreinda átaks. Til dæmis hafi biðtími eftir almennum skurðlækningum minnkað úr 7,3 mánuðum í 3,6 og í kvenlækningum úr 11,4 í 7,8 mánuði.

„Í þessu ljósi ætti það að vera ráðamönnum umhugsunarefni hvaða árangri Landspítali gæti náð væru starfseminni skapaðar eðlilegar forsendur, sér í lagi til úrræða þegar eiginlegri spítalameðferð sleppir. Á Landspítala er þannig gríðarleg þekking, orka og sérhæfni sem enn er óvirkjuð. Nýtum þessa krafta,“ skrifar Páll í pistli sínum.

Forstjórapistill Páls Matthíassonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka