Samgöngumál stóra málið

Samgöngumál er risaþáttur gagnvart almenningi.
Samgöngumál er risaþáttur gagnvart almenningi. mbl.is/Sigurður Bogi

Íslensk stjórn­völd reikna með að krafa sem Evr­ópu­sam­bandið mun gera um sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda verði í hærri kant­in­um, jafn­vel 40% fyr­ir árið 2030. „Það er mjög raunhæft hjá okkur,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. 

Kom það fram í samtali við Huga Ólafsson, formann samn­inga­nefnd­ar Íslands á lofts­lags­fundi Sam­einuðu þjóðanna í Mar­okkó sem lauk á föstudag. Þar hef­ur verið rætt um fram­kvæmd Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins sem á að tak­marka los­un manna á gróður­húsaloft­teg­und­um til að koma í veg fyr­ir verstu af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga.

Frétt mbl.is: Búast við strangri kröfu á Íslandi

Staðan góð og slæm

Sigurður segir stöðuna hér á landi bæði góða og vonda en hann skiptir útblástursmálum í fernt út frá orku. „Það er orka sem þarf til hitunar, orka sem þarf til raforku, orka sem þarf til samgangna og orka sem við þurfum að borða. Það er vegna þess að ef við skilum því í urðun veldur það miklum útblæstri. Þetta eru þessir fjórir orkuflokkar sem um er að ræða.“

Íslensk stjórn­völd lýstu því yfir í fyrra að þau ætluðu ásamt Norðmönn­um að taka þátt í sam­eig­in­legu mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ríkja um 40% sam­drátt í los­un miðað við árið 1990 fyr­ir 2030. Enn á eft­ir að semja um laga­lega hlið þátt­töku Íslands í því mark­miði og hvert fram­lag stjórn­valda hér verður til þess.

Sigurður bendir á að staðan sé einfaldari að því leitinu til að stóriðjan sé í sérflokki og því ekki hægt að fela sig á bak við útblástur þaðan.

Staðan hér á landi er góð í tveimur stórum flokkum, raforku og hitun. „Þar erum við á núlli, ekkert sem þarf að gera. Við erum því eingöngu að tala um samgöngur og úrgangsmál,“ segir Sigurður.

Úrgangsmálin eigi að vera auðleyst, eins og gert hafi verið á Akureyri en norðanmenn hafa afgreitt lífræna úrganginn. Sorpa er með áætlanir um svipað sem verða vonandi teknar í gagnið á næstu árum.

Úrgangsmál eiga að vera auðleyst.
Úrgangsmál eiga að vera auðleyst. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Spurning um hugrekki

„Gagnvart almenningi þá er risaþátturinn samgöngumál. Góðu fréttirnar eru að tæknin er tilbúin, þetta er ekki spurning um tilraunaverkefni heldur er þetta markaðslausn. Vondu fréttirnar eru að við erum með gríðarlega stóran og kröfuharðan flota,“ segir Sigurður en á allra næstu árum ættu allir að geta keypt sér rafmagnsbíl:

„Á næstu fjórum árum verða allar þær tegundir sem menn vilja í boði sem rafbílar. Þetta er í raun og veru voðalega auðvelt og er bara spurning um hvaða hugrekki menn hafa. Þetta er auðstillanlegt með sköttum og ívilnunum.“ 

Ívilnanir fyrir nýorkubíla séu ágætar en of lágir skattar eru á kolefni og bifreiðar sem keyra á olíu að mati Sigurðar. „Það þarf bara að stilla það af ef menn vilja hraða innleiðingunni,“ en hann telur að aldrei hafi verið ódýrara að eiga fólksbíl í sögulegu samhengi, miðað við skattalækkanir og kaupmáttarhækkun.

„Á næstu fjórum árum verða allar þær tegundir sem menn vilja í boði sem rafbílar. Þetta er í raun og veru voðalega auðvelt og er bara spurning um hvaða hugrekki menn hafa. Þetta er auðstillanlegt með sköttum og ívilnunum.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert