20 kennarar af 28 sögðu upp

Mynd úr safni: Kennarar við fjölmarga grunnskóla eru að segja …
Mynd úr safni: Kennarar við fjölmarga grunnskóla eru að segja upp störfum þessa dagana. mbl.is/RAX

Við Njarðvíkurskóla starfa 28 grunnskólakennarar fyrir utan leiðbeinendur, stjórnendur og annað starfsfólk sem og kennara sem eru í leyfi frá störfum. Af þessum 28 kennurum hafa 20 sagt upp sínum störfum í dag, sem er 71% kennaramenntaðra starfsmanna við skólann þetta skólaár. 

Á bak við þessa 20 kennara eru 206 kennsluár. Ekki er útséð að fleiri muni fylgja í kjölfarið. Áætluð starfslok eru 28. febrúar 2017, segir í tilkynningu frá kennurum við skólann.

„Kjarabarátta grunnskólakennara stendur nú yfir, en þeir hafa verið kjarasamningslausir síðan í maí síðastliðnum. Grunnskólakennarar eru ósáttir við að vera ekki metnir að verðleikum og að SÍS skuli ekki sjá hag sinn í semja vel við sérfræðinga sem sérhæfa sig í að kenna, fræða og ala upp æsku landsins,“ segir í yfirlýsingu frá kennurum við Njarðvíkurskóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert