Aldrei verið vistvæn framleiðsla

Í hænsnabúi Brúneggs í Mosfellsbæ.
Í hænsnabúi Brúneggs í Mosfellsbæ. Ljósmynd/mbl.is

Fyrirtækið Brúnegg brást seint og illa við athugasemdum Matvælastofnunar um að bæta aðbúnað hænsna fyrirtækisins. Í mörg ár gerði Matvælastofnun sömu athugasemdir við aðbúnað dýranna, meðal annars að of margar hænur væru í búrum. Þetta er meðal annars það sem kom fram í Kastljósþætti kvöldsins um eggjaframleiðslu fyrirtækisins Brúneggs.  

Frétt mbl.is: Tel­ur Brúnegg hafa blekkt neyt­end­ur

Ef of þétt er um varphænur í búrum verða þær stressaðar. Þær óttast um að fá ekki næga fæðu, meiri hætta er á að sjúkdómar breiðist út og fleiri ókostir fylgjast, að sögn dýralæknis sem rætt var við í þættinum. 

Egg úr hænsnabúi Brúneggs í Mosfellsbæ.
Egg úr hænsnabúi Brúneggs í Mosfellsbæ. Ljósmynd/mbl.is

Jón Gíslason, forstjóri MAST, telur að fuglabúið hafi í raun aldrei uppfyllt þau skilyrði að geta merkt framleiðslu sína sem vistvæna líkt og það hafi gert. Á búunum hafi verið of margar hænur á fermetra til að uppfylla skilyrði reglugerðar um vistvæna framleiðslu. Jón vísar í skýrslur stofnunarinnar um fyrirtækið sem ná nokkur ár aftur í tímann.  

Hér má sjá Kastljósþátt RÚV í heild sinni. 

Brúnegg
Brúnegg mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Brúnegg
Brúnegg mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert