Mikil stemning vegna úrslitaeinvígis

mbl.is/Freyja

Úrslitin í heimsmeistaraeinvígi  Magnusar Carlsen og Sergei Karjakin ráðast í kvöld og af því tilefni er opið hús hjá Skáksambandi Íslands.

Að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, er stemningin gríðarlega góð í húsinu og eru þar hátt í eitt hundrað manns.

mbl.is/Freyja

„Hérna er mjög góð stemning og mikil spenna. Menn klappa og það er kallað,“ segir Gunnar.  Carlsen og Karjakin keppa í atskák til að knýja úr um úrslitin. Staðan er 2-1 fyrir Magnus í þessari fjögurra leikja atskákaseríu.

Stemningin í húsinu er góð.
Stemningin í húsinu er góð. mbl.is/Freyja

Gunnar segir að flestir viðstaddir haldi með Carlsen en margir hafi dáðst að Karjakin fyrir góða varnartaflmennsku. „Hann hélt jafntefli í annarri skákinni á magnaðan hátt,“ segir hann.

Svo gæti farið að teflt verði til miðnættis. Ef staðan verður 2-2 að loknum fjórum skákum verður framlengt.

Hér má fylgjast með skákinni.

mbl.is/Freyja
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert