Sæðingavertíð sauðkindanna að hefjast

Krapi frá Innri-Múla á Barðaströnd var vinsælasti hrúturinn í fyrra …
Krapi frá Innri-Múla á Barðaströnd var vinsælasti hrúturinn í fyrra og gaf 2.304 sæðisskammta.

Hrútaskrá 2016-2017 kynnir til sögunnar 48 væna hrúta til undaneldis. Sæði úr þeim verður í boði hjá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og Sauðfjársæðingastöð Vesturlands.

Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), er ritstjóri Hrútaskrárinnar. Hver telur hann að verði vinsælasti hrúturinn í vetur?

„Það veit ég ekki. Það er ekki á vísan að róa í þeim efnum,“ sagði Guðmundur. Vinsælasti hrúturinn í fyrra var Krapi 13-940 frá Innri-Múla á Barðaströnd. Samtals voru sendir 2.304 sæðisskammtar úr honum í fyrra. Guðmundur sagði að yfirleitt væri ekki hægt að anna spurninni eftir sæði úr vinsælustu hrútunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert