Enginn greinst með inflúensu síðan í haust

Bólusetning við flensu.
Bólusetning við flensu. mbl.is/Árni Sæberg

Ekkert bendir til þess að hin árlega inflúensa sé að breiðast út enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni.

Enginn hefur greinst með hana frá því í lok september. En í þeim mánuði greindust 12 manns með inflúensu og flestir þeirra voru eldri borgarar.

Þessi óvænta hrina í haust náði þó ekki almennri útbreiðslu í samfélaginu og gera má því ráð fyrir hinni árlegri inflúensu í seinni hluta desember eða janúar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert