Lögðu hald á sendingu með 200 e-töflum

E-töflur sem tollverðir hafa haldlagt. Nýlega var stöðvuð sending með …
E-töflur sem tollverðir hafa haldlagt. Nýlega var stöðvuð sending með 208 töflum. Ljósmynd/Tollstjóri

Tollverðir stöðvuðu nýverið póstsendingu við komuna til landsins, sem reyndist innihalda rúmlega 200  e-töflur, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá embætti Tollstjóra.

Sendingin barst hingað til lands frá Hollandi og var lagt hald á alls 208 töflur. Málið var kært til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sá um rannsóknina, sem nú er lokið.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005, sem er samstarfsverkefni lögreglu- og tollayfirvalda.

En þar má koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Þá má einnig koma á framfæri  ábendingum  um smygl með því að hringja í númerið 5528030 hjá embætti Tollstjóra og skilja eftir skilaboð á símsvara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka