Ferðamenn oftar teknir

Hraðamæling á Kjalarnesinu.
Hraðamæling á Kjalarnesinu. mbl.is/RAX

Íslenskir ökumenn voru einungis um 35% þeirra sem voru teknir fyrir of hraðan akstur hjá lögregluembættinu á Suðurlandi á fyrstu tíu mánuðum ársins.

Alls var 1.901 ökumaður sektaður hjá embættinu fyrir of hraðan akstur á tímabilinu og þar af voru 1.239 erlendir en 659 íslenskir.

Ólíkt því sem gerist þegar menn eru myndaðir af stafrænni hraðamyndavél fyrir of hraðan akstur greiða erlendir ferðamenn sektirnar í yfirgnæfandi meirihluta tilfella, samkvæmt því sem fram kemur hjá lögreglunni á Vesturlandi sem sér um innheimtu sekta. Til samanburðar greiða erlendir ferðamenn einungis sektir í 45% tilfella eftir að þeir eru myndaðir með hraðamyndavél.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka