Tvær sameiningar sveitarfélaga í ferli

Í Sandgerði.
Í Sandgerði. mbl.is/Sigurður Bogi

Unnið er að könnun á hagkvæmni sveitarfélaganna Sandgerðis og Garðs á Suðurnesjum og Djúpavogshrepps, Hornafjarðar og Skaftárhrepps á Suðausturlandi.

Viðræður á milli sveitarfélaganna í Árnessýslu eru enn á byrjunarreit, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Starfshópur um könnun á hagkvæmni sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis á Rosmhvalanesi hefur tekið til starfa. Sveitarfélögin vinna náið saman á nokkrum sviðum og höfðu Garðsmenn frumkvæði að viðræðum. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, segir stefnt á að niðurstöður úttektar liggi fyrir í maí þannig að hægt verði að taka afstöðu til þess í bæjarstjórnunum í júní hvort hafið verði formlegt sameiningarferli samkvæmt sveitarstjórnarlögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert