Fulltrúar UMFÍ gáfu forsetanum treyju

Guðni tók sig vel út í treyjunni.
Guðni tók sig vel út í treyjunni. Ljósmynd/UMFÍ

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) í heimsókn á Bessastaði í dag í tilefni af Alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans.

Kemur þetta fram á heimasíðu UMFÍ en Guðni fékk treyju merkta UMFÍ að gjöf af því tilefni. Einnig fékk hann eintak af ársskýrslu UMFÍ, eintök af tímaritinu Skinfaxa og tvö vegleg rit um sögu Ungmennafélagshreyfingarinnar.

Guðni minntist langafa síns, alþýðufræðarans Guðmundar Hjaltasonar, en hann var mikill talsmaður ungmennafélagshreyfingarinnar og átti drjúgan hlut í að koma henni á laggirnar.

„Hann skrifaði í Skinfaxa og var mikill áhugamaður um þau málefni sem UMFÍ stendur fyrir,“ sagði Guðni um langafa sinn. „Andi UMFÍ er einfaldlega sá að einblína ekki á afreksfólkið heldur alla sem vilja bæta sjálfa sig og samfélagið um leið, Ungmennafélagsandinn finnst mér snúast um það,“ bætti forsetinn við.

Guðni ræddi við fulltrúa aðildarfélaga UMFÍ á Bessastöðum.
Guðni ræddi við fulltrúa aðildarfélaga UMFÍ á Bessastöðum. Ljósmynd/UMFÍ
Hópurinn stillti sér upp meö forsetanum.
Hópurinn stillti sér upp meö forsetanum. Ljósmynd/UMFÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert