Foreldrar fimmtíu barna í málsókn

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Foreldrar rúmlega fimmtíu barna láta nú reyna á að fá reglugerð um fæðingarorlofsgreiðslur sem tók gildi 15. október síðastliðinn breytt.

Þann dag hækkuðu hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi úr 370 þúsund krónum á mánuði í 500 þúsund krónur og gildir sú hækkun aðeins um þau börn sem fæddust 15. október og síðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Foreldrarnir vilja að breytingin nái yfir alla sem voru í fæðingarorlofi þegar reglugerðin tók gildi 15. október og að þeir fái hækkunina frá þeim degi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert