Fljótandi sundlaug og næturklúbb í Gufunesið

Iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist, og stórfengleg fjallasýn við …
Iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist, og stórfengleg fjallasýn við sjávarsíðu eiga að mynda órjúfanlega heild í Gufunesi. mynd/Reykjavík

Fljótandi sundlaug, ylströnd, bátastrætó með reiðhjólum og næturklúbbur eru meðal þess sem prýða mun Gufunesið í framtíðinni, verði verðlaunatillaga arkitektastofunnar jvantspijker + Felixx fyrir Gufunessvæðið að veruleika.

Verðlaunatillagan sem ber heitið Fríríki frumkvöðla, var kynnt við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafni – Menningarhúsi í Spönginni í Grafarvoginum í gær.

Samkvæmt vinningstillögunni á Gufunesið að verða „eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Tillagan nýti „óhefluð umhverfisgæði og staðaranda sem grunn að samfélagi þar sem tækifæri, hagkvæmni og upplifun verða í forgrunni.“

Hótel, næturklubbur, vinnustofur listamanna, fljótandi sundlaug og ylströnd eru aðeins …
Hótel, næturklubbur, vinnustofur listamanna, fljótandi sundlaug og ylströnd eru aðeins brot af því sem arkitektarnir sjá fyrir sér á svæðinu. mynd/Reykjavík

Í Gufunesi á að verða blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur. Þá er einnig gert ráð fyrr öflugum ferjusamgöngum á milli Gufuness og miðborgarinnar þar sem m.a. er gert ráð fyrir að fólk geti tekið með sér reiðhjól.

Að mati jvantspijker + Felixx getur Gufunesið orðið einstakt hverfi í borginni, þar sem iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist, og stórfengleg fjallasýn við sjávarsíðu myndi órjúfanlega heild.

Gert ráð fyrr öflugum ferjusamgöngum á milli Gufuness og miðborgarinnar …
Gert ráð fyrr öflugum ferjusamgöngum á milli Gufuness og miðborgarinnar þar sem m.a. er gert ráð fyrir að fólk geti tekið með sér reiðhjól. mynd/Reykjavík

Sex tillögur bárust í hugmyndasamkeppnina frá arkitektastofum sem valdar voru til þátttöku að undangengnu forvali.  Auk verðlaunatillögunar, fengu Hornsteinar viðurkenningu fyrir frábæra landslagshönnun og hönnun útivistarsvæða og þá fengu Plús arkitektar og Landslag viðurkenningu fyrir sterka framtíðarsýn á frekari uppbyggingarmöguleika á svæðinu.

Voru báðar þessar tillögur álitnar hafa þætti sem gætu styrkt vinningstillöguna við frekari úrvinnslu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fjallar um vinningstillöguna á Facebook-síðu sinni og segir hana vera sterka og raunhæfa sýn „á hrátt og spennandi svæði fyrir frumkvöðla og skapandi greinar í bland við íbúðabyggð“, sem falli fullkomlega að kvikmyndavers-uppbyggingunni sem er þegar hafin á svæðinu.


Í Gufunesi á að verða blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri …
Í Gufunesi á að verða blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur. mynd/Reykjavík
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert