Ríkið hefur ekki skipað matsmann

Fleira gýs en hverir í Haukadal. Ástin blossar til dæmis …
Fleira gýs en hverir í Haukadal. Ástin blossar til dæmis við Strokk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þótt ríkið hafi tekið við hlut sameigenda sinna í hverasvæðinu við Geysi í Haukadal hefur það ekki skipað fulltrúa í matsnefnd sem ákvarða á kaupverðið.

Landeigendur eru ákaflega ósáttir við þann drátt sem orðið hefur á frágangi málsins, sérstaklega í ljósi þess að undirbúningur friðlýsingar, sem átti að vinna að í kjölfar kaupanna, er kominn á fullt.

Gengið var frá samningi um kaup ríkisins á hlut meðeigenda sinna á Geysissvæðinu í byrjun október. Kveðið var á um að kaupverð yrði lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. Hvor aðili á að tilnefna einn fulltrúa og oddamann sameiginlega. Landeigendur hafa fyrir löngu náð samkomulagi í sínum röðum um fulltrúa og aðilar hafa ákveðinn mann í huga sem oddamann. Hins vegar hefur dregist að ríkið tilnefni sinn fulltrúa.

Hjörleifur Kvaran, lögmaður Landeigendafélagsins, hefur engar skýringar á því. Segist hafa verið að reka á eftir þessu máli í margar vikur. „Það rignir yfir mig tölvubréfum frá landeigendum. Þolinmæði þeirra er löngu þrotin og þeir sætta sig ekki við þennan drátt. Ég á engin svör fyrir þá,“ segir Hjörleifur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert