Stígum við Skógafoss lokað vegna átroðnings

Aðsókn að Skógafossi hefur aukist hratt samfara fjölgun ferðamanna.
Aðsókn að Skógafossi hefur aukist hratt samfara fjölgun ferðamanna. mbl.is/RAX

Umhverfisstofnun hefur lokað göngustígum út frá aðalstígnum upp að útsýnispallinum við Skógafoss vegna aurbleytu og til þess að draga úr skemmdum á gróðri meðfram þeim.

Vegna framkvæmda við uppbyggingu göngustíga á Skógarheiði er stígurinn þar jafnframt lokaður á meðan en aðkoma að fossinum á neðra svæðinu er óbreytt.

Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi í Rangárþingi eystra, segir að samkvæmt könnun frá Rannsóknum og ráðgjöf sé áætlað að 147 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið að Skógafossi 2008, 237 þúsund 2013, 425 þúsund 2014 og 555 þúsund í fyrra. Þeim hafi síðan fjölgað töluvert í ár. 43% erlendra ferðamanna sem komið hafi til landsins með flugi eða ferju 2015 hafi komið að Skógafossi en 29% árið 2008.

Anton Kári Halldórsson, skipulags- og byggingafulltrúi í Rangárþingi eystra, segir að reynt hafi verið að bregðast við auknum fjölda ferðamanna með aðgerðum til bráðabirgða en þær dugi ekki lengur., að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert