Áfengisskatturinn hækkar um áramót

Áfengi hækkar á næsta ári.
Áfengi hækkar á næsta ári. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Áfengisgjöld á Íslandi eru nú þegar þau langhæstu í Evrópu, samkvæmt upplýsingum sem Félag atvinnurekenda hefur aflað. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2017 er gert ráð fyrir að áfengisgjöld hækki um 4,7%.

Þar af er 2,5 prósentustiga hækkun umfram verðbólgu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir hækkunina nú vera þá tíundu frá bankahruninu 2008.

„Áfengisgjöld hafa rúmlega tvöfaldast frá hruni og nú er svo komið að gjaldið er hærra hér en í Noregi og er það hæsta í Evrópu. Þrátt fyrir að virðisaukaskattur á áfengi sé nú lægri á Íslandi (11%) en víðast hvar í Evrópu er samanlögð skattlagning ríkisins á áfengi langtum hærri hér en almennt gengur og gerist í álfunni,“ segir Ólafur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert