Allir flokkar að tala saman

Þingmenn í þönkum.
Þingmenn í þönkum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Allir eru að stinga saman nefjum og taka stöðuna,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurður um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður í kjölfar þess að Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu til forseta Íslands á mánudaginn.

„Þingstörfin einfalda ekki viðræður á milli flokka en það gæti verið áhugavert að sjá hvernig þingmenn einstakra flokka vinna saman í þingnefndum og hvort það leiði til einhvers.“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarna Benediktsson, formann flokksins, hafa fullt umboð frá þingflokknum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, sagði í fréttum RÚV í gærkvöldi að niðurstöður kosninganna væru ákall um samstarf Sjálfstæðisflokks og VG. Hann væri tilbúinn til að koma að slíku samstarfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert