Hækkun eldsneytisgjalda skilar 2 milljörðum aukalega

Það kostar meira að dæla eldsneyti á bílinn eftir áramótin.
Það kostar meira að dæla eldsneyti á bílinn eftir áramótin. mbl.is/Golli

Í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir nokkurri hækkun gjalda á eldsneyti. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fer almennt vörugjald af bensíni úr 25,60 krónum á lítra í 26,80 krónur.

Nemur hækkunin um 1,20 krónum á lítra, eða 4,7%. Sérstakt vörugjald af bensíni, sem oftast er kallað bensíngjald, á að fara úr 41,30 krónum á lítra í 43,80 krónur á lítra, sem er hækkun um 2 krónur og 50 aura, eða 6,1%. Loks hækkar kolefnisgjaldið á bensín úr 5,25 krónum á lítra í 5,50 krónur á lítra, sem er 4,8% hækkun. Ofan á þessi gjöld leggst virðisaukaskattur þannig að skattar á hvern bensínlítra hækka um 4,90 krónur.

Á dísilolíu hækkar olíugjald úr 57,40 krónum á lítra í 60,10 krónum á lítra, eða um 2,70 krónur, sem er 4,7% hækkun. Kolefnisgjaldið á dísilolíu hækkar úr 6 krónum í 6,30 krónur, eða um 5%. Samtals er þetta hækkun um 3,72 krónur á lítra með virðisaukaskatti af dísilolíu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert