Endurgreiði tvo milljarða

Fiski landað í Grundarfirði.
Fiski landað í Grundarfirði. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Landsbankanum var í gær gert að endurgreiða tveimur fyrirtækjum ríflega tvo milljarða samtals. Um er að ræða útgerðarfyrirtækin Guðmund Runólfsson og Hraðfrystihús Hellissands.

Hæstiréttur komst að þessari niðurstöðu eftir að héraðsdómur hafði sýknað bankann af kröfunni í ársbyrjun. Málið er sprottið af viðbótarkröfu bankans vegna vaxtaútreiknings í tengslum við uppgjör ólögmætra gengistryggðra lánasamninga, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Var í forsendum dómsins litið til stærðar félaganna og óhagræðis af viðbótarkröfunni og hún teldist veruleg í öllu tilliti, ekki síst með hliðsjón af heildartekjum fyrirtækjanna sem í hlut áttu. Varð það því niðurstaða dómsins að gera Landsbankanum að endurgreiða Hraðfrystihúsi Hellissands tæplega 1,2 milljarða og Guðmundi Runólfssyni tæpan milljarð, auk málskostnaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert