„Þetta hefur slegið í gegn“

Hundar eru algeng gæludýr.
Hundar eru algeng gæludýr. mbl.is/Eggert

Ef þú vilt deila reynslu þinni um gæludýrið þitt þá er um að gera að svara stuttri spurningaskrá Þjóðminjasafnsins um dýrið. Tilgangurinn með spurningaskránni er að safna upplýsingum um hvernig það er að vera með gæludýr og kanna tengsl manna við þau. Fremur lítið hefur verið um rannsóknir á upplifun Íslendinga af gæludýrahaldi og er því óskað eftir aðstoð almennings til að bæta úr því. Hægt er að svara spurningum á vefslóðinni sarpur.is.

„Þetta hefur slegið í gegn. Frá því við settum spurningalistann út fyrir tveimur dögum hefur heill hellingur af svörum borist,“ segir Ágúst Ó. Georgsson, sérfræðingur þjóðháttasafns Þjóðminjasafnsins, um spurningalistann. Hann segist hafa fundið mikinn meðbyr með verkefninu og er vongóður um að margir vilji tjá sig um uppáhaldsdýrið sitt. 

Þessi hnoðri er frekar sætur.
Þessi hnoðri er frekar sætur. mbl.is/Sigurður Bogi

Skemmtilegt efni

„Aðalástæðan fyrir því að við völdum þetta efni er sú að þetta gæludýrahald hefur sett svip sinn á þjóðfélagið og umhverfið. Við vorum líka að leita að efni sem lítið hefur verið rannsakað og ekki spurt um áður. Þetta snertir mjög marga og svo er þetta skemmtilegt,“ segir Ágúst spurður hvers vegna rannsóknarefnið gæludýr hafi orðið fyrir valinu. 

Hann bendir á að töluverðar breytingar hafi orðið á dýrahaldi á Íslandi og fjölbreyttari dýrategundir hafi bæst í flóruna. Það hafi litað samfélagið, að sögn Ágústs. 

Gæludýr eru snar þáttur af lífi margra Íslendinga en dýrum á heimilum hefur farið ört fjölgandi á undanförnum áratugum svo jafnvel er hægt að tala um sprengingu. Hundahald í þéttbýli var lengi bannað hér á landi, eins og kunnugt er, en kom samt ekki í veg fyrir það uns hundahald var að lokum samþykkt. Spurningaskráin er liður í þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands og hafa flest svörin verið slegin inn í rafrænan gagnagrunn sem hægt er að skoða á vefslóðinni sarpur.is. Nöfn heimildarmanna birtast ekki.

Hægt er að svara spurningaskrá um gæludýr á vefsíðunni sarpur.is
Hægt er að svara spurningaskrá um gæludýr á vefsíðunni sarpur.is mbl.is/Þórður

Ágúst hvetur fólk til skoða vefsíðuna sarpur.is en þar er hægt að finna margvíslegar upplýsingar um þjóðlegan fróðleik. Einnig er hægt að svara fleiri spurningaskrám.  

Hér er hægt að svara spurningunum um gæludýr. 

Hundar og eigandi á Austurstræti.
Hundar og eigandi á Austurstræti. mbl.is/Styrmir Kári
Eigandi þessara hundblautu hunda hefur eflaust skemmtilega sögu að segja …
Eigandi þessara hundblautu hunda hefur eflaust skemmtilega sögu að segja af þeim. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert