„You gotta have faith“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

„Hvað sagði hann ekki í laginu? You gotta have faith,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, spurður hvernig stjórnarmyndunarviðræðurnar væru að ganga, við upphaf Kryddsíldar á Stöð 2.

Logi Bergmann fréttamaður stöðvarinnar hafði þá varpað spurningunni til hans, að nýlokinni hraðri yfirferð yfir stjórnmálin á Íslandi, sem endaði á laginu Faith í flutningi George Michael heitins.

Á alvarlegri nótunum tók hann þó meðal annars fram að jól og þingstörf hefðu tafið fyrir stjórnarmyndunarviðræðum síðustu tvo mánuði.

87% líkur

Því næst var Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, spurður hvort hann teldi að viðræður hans hans, Bjarna og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, myndu ganga upp.

„Ég tel vera um 87,5% líkur á að það gangi,“ svaraði Benedikt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert