Segir útspilið seint fram komið

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég trúi því ekki að menn láti þetta trufla sig ef þeir eru á annað borð komnir í alvöru viðræður og búnir að koma sér niður á lausnir í stærstu málum.“

Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og vísar til viðræðna Sjálfstæðisflokks, Viðreis nar og Bjartrar framtíðar. „Ég veit hins vegar ekki hversu langt er búið að vinna þau mál eða hvort það er einhvers staðar hnútur í þeim viðræðum.“

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að forystumenn Framsóknarflokks og VG hefðu átt samtöl um hvort flokkar þeirra gætu saman verið valkostur í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hefðu þeir sett punkta á blað sem væru grundvöllur viðræðna. „Þetta er nú svolítið seint fram komið hjá þeim. Ég veit ekki betur en VG hafi hafnað okkur í heilar sex vikur eða svo. Ég á ekki von á að Bjarni láti þetta trufla sig. Menn reyna að klára þetta og annað hvort tekst það eða tekst ekki,“ segir Brynjar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert