Dýpka þarf í Landeyjahöfn

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dýpka þarf umtalsvert í Landeyjahöfn áður en Herjólfur getur siglt þangað en dýpi í höfninni var mælt í síðustu viku.

Á Facebook-síðu Herjólfs kemur fram að reynt verður að dýpka höfnina ef aðstæður leyfa og tekur það um fjóra daga.

Einnig kemur þar fram að rétt sé að vara við bjartsýni um að siglt verði til og frá Landeyjahöfn næstu mánuðina. Allt fari það eftir aðstæðum til dýpkunar og í kjölfarið aðstæðum til siglinga.

Þangað til annað verður tilkynnt mun Herjólfur því sigla til Þorlákshafnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert