Skýrsla um aflandseignir verður kynnt á nefndarfundi

Benedikt Jóhannesson
Benedikt Jóhannesson mbl.is/Golli

Benedikt Jóhannesson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir gott að búið sé að kortleggja aflandseignir Íslendinga, eins vel og hægt er, eins og reynt er að gera í skýrslu sem unnin var fyrir fjármálaráðherra.

Þegar komin sé mynd af umfanginu verði auðveldara að bregðast við, að því er Benedikt segir í Morgunblaðinu í dag.

Hann reiknar með að boðað verði til fundar í nefndinni í vikunni til að fá kynningu á efni skýrslunnar, eins og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur óskað eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert