„Það tókst loksins“

Óttarr Proppé, Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson forystumenn nýrrar ríkisstjórnar.
Óttarr Proppé, Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson forystumenn nýrrar ríkisstjórnar. mbl.is/Eggert

Formenn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar kynntu stjórnarsáttmála flokkanna í Gerðarsafni í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hóf fundinn á að segja „það tókst loksins,“ og vísaði þar til þess að nokkuð langan tíma og fjölmargar tilraunir hafði tekið að mynda nýja stjórn.

Sagði Bjarni að smátt og smátt hefði náðst samstaða um þau mál sem birtast í sáttmálanum. Tók hann fram að ný ríkisstjórn fengi góða stöðu í vöggugjöf þar sem margar ytri aðstæður væru góðar. Nefndi hann sérstaklega gott atvinnuástand og stöðu ríkisfjármála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert