Opið fyrir norðan en lokað í Bláfjöllum

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skíðasvæðin í Skarðsdal, Hlíðarfjalli og Tindastól eru opin í dag en ekki verður hægt að opna í Bláfjöllum þar sem þar er að bæta í vind.

Svo segir á vef Bláfjalla: 

„Lokað í dag. Hér var fallegt í morgun, en núna er byrjað að bæta í vind eins og spáin sagði. Einnig er komin snjókoma, sem er gott og vonandi snjóar hressilega í dag.. Spáin er miður skemmtileg fyrir helgina. Heyrumst í fyrramálið.
Ekki verður lagt gönguspor.“

Í fréttatilkynningu frá Skarðsdal segir:

„Skíðasvæðið í Skarðsdal verður opið í dag frá kl 10-16,mjög gott veður í dag, sunnan gola og frost 2 stig, færið er einnig mjög gott troðinn þurr snjór !!silkifæri!!“

Hlíðarfjall:

„Í dag laugardaginn 14 jan. er opið frá kl. 10 – 16. Mjög gott veður en kalt. Strompurinn er opinn en ótroðið þar uppfrá.“

Tindastóll:

„Skíðasvæði Tindastóls verður opið í dag frá kl 11 til kl 16. Veður kl 8:40 SA 4 m/sek, -3,3c og skýjað. Nýfallin snjór og algerlega frábært færi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert