Þyrfti meiri sveigjanleika

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands. mbl.is/Eggert

„Það er ekki nægilega mikill sveigjanleiki á vinnumarkaðnum. Og ekki nógu mörg störf í boði fyrir fólk með skerta starfsgetu. Atvinnulífið þarf að koma meira til móts við þennan hóp fólks,” segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, spurð hvort gert sé nóg fyrir fólk með skerta stafgetu til að gera þeim kleift að komast út á vinnumarkaðinn.

Í því samhengi bendir hún á að fyrirtæki gætu til dæmis farið fram á að fá einhvers konar ívilnun til að auðvelda þeim að ráða fólk til starfa með skerta starfsgetu. „En það verður að koma frá til dæmis Samtökum atvinnulífsins eða fyrirtækjunum sjálfum,“ segir Ellen. 

Frétt mbl.is: Þróunin getur ekki haldið svona áfram

Hún bendir á að ríkisstofnanir geta haft forgöngu um að gera „skurk“ í þessum málaflokki og hvetja fólk sem er með skerta starfsgetu til að sækja um auglýst starf. „Viljum við ekki jafnrétti? Það á líka að ná til fatlaðs fólks og annarra sem eru með skerta starfsgetu,“ segir Ellen 

Hún segir fjölgun nýrra örykja ekki góða þróun en bætir við að það sé aldrei val hjá neinum að fara á örorku, eins og stundum megi ráða af orðum til dæmi ráðamanna í fjölmiðlum. „Það er nauðsynlegt að fólk sem er í þessu ferli sé tryggð mannsæmandi framfærsla. Það þarf að hækka endurhæfingar lífeyri þannig að fólk hafi fjárhagslegt svigrúm til að sækja um störf,” segir Ellen.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert