Réttað yfir meintum stórsvikurum

Fólkið er grunað um að hafa svikið tæplega 300 milljónir …
Fólkið er grunað um að hafa svikið tæplega 300 milljónir kr. úr ríkissjóði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Réttarhöld yfir átta manns sem ákærð eru fyrir að hafa svikið allt að 300 milljónir króna úr ríkissjóði hefjast í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra er sagður hafa leikið lykilhlutverk í svikunum en af hinum ákærðu eru sex karlar og tvær konur.

Frétt mbl.is: Sviku hundruð milljóna út úr skattinum

Málið kom upp fyrir rúmum sex árum, í september árið 2010, og notaði fólkið sýndarfyrirtæki til að svíkja féð út úr virðisaukaskattskerfinu. Fyrirtækin sem fólkið kom á fót höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að starfsmanni ríkisskattastjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem voru aldrei reist.

Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti meðan á uppbyggingu stóð og tókst fólkinu þannig að svíkja út 270 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert