Réttindalaus með börnin í bílnum

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í gær reyndist aka sviptur ökuréttindum. Lögreglan segir að maðurinn hafi að auki verið með tvo syni sína í bílnum og var barnaverndarnefnd tilkynnt um atvikið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

Lögreglan segir ennfremur, að karlmaður hafi verið handtekinn sem hafði brotist inn í íbúðarhúsnæði í Keflavík aðfararnótt laugardags. Hann reyndist vera með meint amfetamín í fórum sínum þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang. Maðurinn hafði komist inn í húsnæðið með því að brjóta rúðu. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð og fíkniefnin haldlögð.

Lögreglan segir janframt frá því að, fáeinir ökumenn hafi verið staðnir að hraðakstri um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 134 km. hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert