Sterk trú, lífsreynsla og fullt af tækifærum

Séra Erla Björk Jónsdóttir og dætur hennar tvær, Auður Rós …
Séra Erla Björk Jónsdóttir og dætur hennar tvær, Auður Rós (t.v.) og Freydís Lilja. Til hægri er séra María Rut Baldursdóttur með synina tvo; Patrik Nóa Eyþórsson, sem hún heldur á, og í miðju er Elías Bjarmi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tvær ungar konur, báðar mæður með tvö börn, voru í gær vígðar til prestsþjónustu við guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Þetta eru María Rut Baldursdóttir, sem verður prestur á Hornafirði, og Erla Björk Jónsdóttir, sem tekur við embætti héraðsprests á Austurlandi með aðsetur á Reyðarfirði.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að hefðum samkvæmt var það biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sem annaðist vígsluna og gaf stöllunum veganesti til starfa á akrinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert