Töluvert margar vísbendingar borist

Þetta kort sýnir svæðið þar sem sást til Birnu í …
Þetta kort sýnir svæðið þar sem sást til Birnu í miðborginni. Kort/Loftmyndir-mbl.is

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist töluvert margar vísbendingar alla helgina frá almenningi og þeim sem þekkja Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið týnd síðan aðfaranótt laugardags. Á annan tug lögreglumanna starfar núna við rannsókn málsins. 

Frétt mbl.is: Sérhæft leitarfólk leitar að Birnu

Upplýsingar hafa einnig borist lögreglunni í morgun vegna Birnu en engar í tengslum við rauða bílinn, sem lögreglan óskaði eftir upplýsingum um í morgun.

Að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, eru þær upplýsingar sem hafa borist ekki þannig að þær hafi leitt til þess að lögreglan viti hvar Birna er niðurkomin.

Frétt mbl.is: Samhugurinn ólýsanlega mikilvægur

Björgunarsveitir aðstoða nú við leitina.
Björgunarsveitir aðstoða nú við leitina. mbl.is/Eggert

Grímur vill ítreka að ökumaður rauða bílsins hafi samband. „Það er ekki það að við grunum hann um eitthvað misjafnt, heldur viljum við ná tali af honum til þess að fá upplýsingar,“ segir hann.

Síðast var kveikt á síma Birnu í Flatahrauni í Hafnarfirði. Spurður út í símann segir Grímur að allar líkur séu á því að hún sé með hann. Lögreglan útilokar þó ekki að síminn hafi orðið viðskila við eiganda sinn.

Merki frá símanum fannst í Hafnarfirði.
Merki frá símanum fannst í Hafnarfirði. Kort/Loftmyndir-mbl.is

Sumir hafa undrast það hvers vegna lögreglan bað björgunarsveitirnar ekki strax um að hefja leit að Birnu. „Við mátum það svo að það væri ekki á því að byggja að það væri hægt að byrja leit. Hins vegar vorum við í samvinnu við björgunarsveitirnar strax í gærkvöldi," segir Grímur. 

Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert