Rafmagnslaust á Fljótsdalshéraði

Egilsstaðaflugvöllur.
Egilsstaðaflugvöllur. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Rafmangslaust er á Fljótsdalshéraði. Samkvæmt upplýsingum mbl.is fór rafmagnið af um korter yfir níu í morgun.

Hvergi er ljós nema á Egilsstaðaflugvelli og á sjúkrahúsinu. 

Á vefsíðu Landsnets kemur fram að truflun hafi orðið í tengivirkinu í Fljótsdal og í kjölfarið hafi orðið truflanir á byggðalínunni. Unnið er að uppbyggingu kerfisins.

Þar kemur einnig fram að straumlaust sé víða á Austurlandi.

Uppfært kl. 10.16:

Rafmagnið er aftur komið á á Fljótdalshéraði. Á vefsíðu Landsnets segir að byggðalínuhringur hafi verið tengdur saman að nýju og kerfið sé að komast í eðlilegan rekstur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert