Sjávarútvegsrisar vinna saman og framleiða kollagen úr þorskroði á Suðurnesjum

Kollagen hefur jákvæð áhrif á liði og húð og er …
Kollagen hefur jákvæð áhrif á liði og húð og er m.a. blandað við hollustudrykki. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fyrirhugað er að taka fyrstu skóflustunguna að nýju heilsuvöruhúsi á Reykjanesi í vor, þar sem framleitt verður kollagenprótein úr þorskroði.

Að því standa fjögur af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins; HB Grandi, Vísir, Þorbjörn og Samherji, ásamt nýsköpunarfyrirtækinu Codland.

Kollagenprótein er m.a. notað í heilsufæði, fæðubótarefni og lyf og við framleiðsluna verður notast við jarðvarma af Reykjanesi, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi áform í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert