Stefna að því að stytta biðlista

Landspítalinn setur sér háleit markmið.
Landspítalinn setur sér háleit markmið. mbl.is/Sigurður Bogi

Landspítalinn hefur sett fram starfsáætlun fyrir árið 2017 sem inniheldur metnaðarfull markmið. Stefnt er að því að fækka á biðlistum, fækka spítalasýkingum og auka starfsánægju svo fátt eitt sé nefnt. 

Páll Matthíasson forstjóri kynnti áætlunina í pistli sem birtist í dag á vef Landspítalans í dag. Segir í pistlinum að sjúklingurinn sé í öndvegi á Landspítala og allt sem í starfseminni eigi að endurspegla það.

Meðal annars er stefnt að því að:

  • Minnka veikindahlutfall starfsmanna úr 6,6% í 6%
  • Minnka hlutfall sjúklinga á biðlista sem hafa beðið meira en 3 mánuði eftir meðferð 64% í 50%
  • Minnka meðallegutíma úr 7,8 dögum í 7 daga
  • Fækka spítalasýkingum úr 7,1% í 6,5%

Stefna og starfsáætlun Landspítala 2017 from Landspítali on Vimeo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert