„Agnarsmár“ skyldleiki við Trump

Oddur Helgason, framkvæmdastjóri og aðaleigandi ORG-ættfræðiþjónustunnar; ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður.
Oddur Helgason, framkvæmdastjóri og aðaleigandi ORG-ættfræðiþjónustunnar; ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður. mbl.is/Skapti

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er ekki ýkja skyldur okkur Íslendingum samkvæmt ættfræðirannsóknum Odds F. Helgasonar sem er okkar helsti sérfræðingur á þessu sviði. Ástæðan fyrir því að Oddur ákvað að rekja saman ættir Trumps og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, er sú að nýverið fór Facebook á hvolf vegna mögulegs skyldleika landsmanna við Trump. 

Skyldleikinn nær aftur til 25. ættliðar hjá þessum þjóðhöfðingjum og er því „agnarsmár“ eins og Oddur kemst að orði. Gottskálk „grimmi“ er rauðlitaður og er ástæðan sú að allir Íslendingar eru komnir af honum og því geta Íslendingar séð hvar þeir eru skyldir Trump.

Oddur er framkvæmdastjóri og aðaleigandi ORG-ættfræðiþjónustunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert