Segir rétt brotinn á málsaðilum

Jón Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar Gunnlaugsson.

Það er orðinn plagsiður að Hæstiréttur úthluti málflutningstíma til málflytjanda án þess að séð verði að nokkurt tillit sé tekið til áætlunar málflytjenda um flutningstíma, sem skilað er til réttarins í aðdraganda málflutnings, eins og mælt er fyrir um í ákvæðum laga um meðferð einkamála og sakamála.

Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, í grein sem hann ritar í nýjasta tölublað Tímarits lögfræðinga.

Í greininni segir að ástæða þessa sé án efa hið mikla álag sem er á réttinum vegna mikils málafjölda. Þær aðstæður geti hins vegar ekki réttlætt að brotið sé alvarlega á lögmæltum rétti málsaðila til að flytja mál fyrir dóminum. Þá átelur Jón Steinar að Lögmannafélagið hafi ekki séð ástæðu til að gera alvarlegar athugasemdir á opinberum vettvangi við þessa framkvæmd Hæstaréttar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert