Sterkir sjávarfallastraumar

Selvogsviti.
Selvogsviti. Sigurður Bogi Sævarsson

„Svonefndir sjávarfallastraumar eru sterkir næst ströndinni,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í umfjöllun um líkfundinn við Selvogsvita í gær í Morgunblaðinu í dag.

„Sjávarfallastraumar eru bæði til austurs og vesturs, austurfall og vesturfall, þarna með suðurströndinni. Það sem flýtur, til dæmis flöskuskeyti, getur því verið á reki með ströndinni bæði til austurs og vesturs. Svo hafa ríkjandi vindáttir áhrif á þessa fallstrauma. Straumurinn er annars frá vestri til austurs þegar fellur að og svo frá austri til vestur þegar fellur frá.“

Síðast spurðist til Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar.

„Það er sterk suðvestanátt á sunnudeginum og mánudeginum. Sama má segja um fyrri hluta þriðjudagsins 17. janúar. Svo lægir og kólnar og verður fremur hægur vindur síðari hluta þess dags af norðri. Aftur er suðvestanátt á miðvikudag og fimmtudag. Þannig að það má því segja að vestan- eða suðvestanátt hafi verið ríkjandi þarna með ströndinni þessa daga.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert