Vélmennavæðing og störfin verða sjálfvirk

„Þetta getur hljómað eins og vísindaskáldsaga en er það samt …
„Þetta getur hljómað eins og vísindaskáldsaga en er það samt ekki,“ segir Ragnheiður H. Magnúsdóttir. mbl.is/Golli

Flest af þeim tækjum og búnaði sem gera fjórðu iðnbyltinguna að veruleika eru þegar tiltæk en sá galdur og kraftur sem býr að baki byltingunni er að nettengja hluti saman og nota gervigreind, sýndarveruleika og fleira slíkt til að búa til nýjar vörur og þjónustu.

„Það er mikilvægt að taka þátt í þróuninni í stað þess að þess að elta. Þjóðir sem hafa ekki fylgt fyrri iðnbyltingum hafa eins og dæmin sanna átt erfitt með að ná þeim sem voru með frá upphafi.“

Þetta segir Ragnheiður H. Magnúsdóttir, vélaverkfræðingur og formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hún fjallar um þetta efni í dag á ráðstefnu í tengslum við Dag rafmagnsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert