Ætlar að byggja 60 til 100 herbergja hótel í Vík í Mýrdal

Stóra hótelið mun verða á 2.000-3.000 fermetra svæði hér fremst …
Stóra hótelið mun verða á 2.000-3.000 fermetra svæði hér fremst á myndinni, á milli tjaldsvæðanna og þjóðvegarins. mbl.is/Jónas Erlendsson

Eftirsóttri lóð í Vík í Mýrdal var úthlutað af sveitarstjórn til Vilhjálms Sigurðssonar sem hyggst byggja 60 til 100 herbergja hótel og hefja framkvæmdir í vor.

Stefnt er að opnun vorið 2018. Vilhjálmur er einn af eigendum bílaleiganna Avis og Budget og á aðild að rekstri Hótel Laxár í Mývatnssveit.

Að sögn sveitarstjóra var það blæbrigðamunur á tilboðum í lóðina sem réði ákvörðun sveitarstjórnar. Alls tóku fjórir aðilar þátt í umsóknarferlinu. Einn þeirra hefur sótt um lóð á sama svæði fyrir minna hótel. Engin ákvörðun hefur verið tekin af hálfu sveitarstjórnar um þá úthlutun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert