Fátækum gefnir 200 pelsar

Fjölskylduhjálp Íslands fékk nýverið 200 pelsa að gjöf frá dýraverndarsamtökunum …
Fjölskylduhjálp Íslands fékk nýverið 200 pelsa að gjöf frá dýraverndarsamtökunum PETA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölskylduhjálp Íslands fékk nýverið 200 pelsa að gjöf frá dýraverndarsamtökunum PETA. Í tilkynningu frá PETA kemur fram að þau hafi fengið pelsana að gjöf frá fólki sem hefur snúist hugur um að eiga fatnað úr dýraskinni. Taka þau fram að ekki sé hægt að endurlífga þau dýr sem hafa verið drepin til að gera fatnaðinn og því sé um að gera að gefa hann til góðgerðarmála.

Fulltrúi Peta kom til landsins í gær og hitti Ásgerði Jónu Flosadóttur, starfandi formann Fjölskylduhjálpar Íslands. „Ég fékk póst í byrjun desember um að þau vildu gefa um 200 pelsa til heimilislausra og fátækra hér á landi,“ segir Ásgerður.

Pelsarnir verða gefnir á miðvikudaginn kl. 13:30. Hún hefur líka ætlað sér að hafa samband við helstu heimili sem hýsa heimilislausa. Þau munu síðan líka úthluta pelsum á fimmtudaginn á Reykjanesi. „Við þurfum endilega að koma þessu áleiðis til þeirra sem þurfa. Við megum nefnilega ekki selja neina af þessum pelsum,“ segir Ásgerður.

Fjölskylduhjálp Íslands fékk nýverið 200 pelsa að gjöf frá dýraverndarsamtökunum …
Fjölskylduhjálp Íslands fékk nýverið 200 pelsa að gjöf frá dýraverndarsamtökunum PETA. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert