Þörf á að móta langtímastefnu

Horft frá Hakinu yfir Þingvelli.
Horft frá Hakinu yfir Þingvelli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eitt af hverjum þremur störfum sem sköpuðust á tímabilinu 2010-2015 voru tengd ferðaþjónustu en margt getur ógnað stöðunni.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar um stöðu og horfur í ferðaþjónustu á Íslandi. Þar eru leiddar líkur að því að hægja muni á fjölgun ferðamanna á Íslandi sem hefur að meðaltali verið um 21,5% ári og að langtímajafnvægið verði um 7-8% á ári. Bandaríkjamenn og Bretar eru langfjölmennasti hópurinn sem kemur til landsins en Kanadamönnum fjölgar örast.

Hrun í komu ferðamanna er talið ólíklegt en ekki útilokað. Styrkingu raungengis, hækkun fluggjalda, fækkun flugferða og versandi efnahagsástand erlendis eru allt þættir sem gætu dregið úr eftirspurn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert