Ráðherra fékk harðort bréf

Fiskveiðiflotinn bundinn við bryggju vegna verkfallsins.
Fiskveiðiflotinn bundinn við bryggju vegna verkfallsins. mbl.is/RAX

Atvinnuveganefnd Alþingis sendi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra harðort bréf á fimmtudagsmorgun þar sem þess var farið á leit að úttekt yrði gerð þjóðhagslegum áhrifum sjómannaverkfallsins og óskað eftir því að úttektin bærist nefndinni fyrir 9. febrúar næstkomandi.

Aðfaranótt fimmtudagsins hafði sjávarútvegsráðherra tíst um það á Twitter að hafin væri úttektarvinna í ráðuneytinu.

Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndar, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að vissulega bæru deiluaðilar á sjómannadeilunni ábyrgð á því að semja en stjórnvöld bæru einnig ábyrgð gagnvart samfélaginu, að auðlindin væri nýtt, og deilan gæti þannig komið til kasta stjórnvalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert