Áfengisfrumvarpið sagt mesta afturför í lýðheilsu landans

Flutningsmenn frumvarpsins koma úr fjórum flokkum á Alþingi.
Flutningsmenn frumvarpsins koma úr fjórum flokkum á Alþingi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Þetta frumvarp er verra en fyrri frumvörp vegna þess að það heimilar einnig áfengisauglýsingar. Ég tel frumvarpið því vera mestu afturför í lýðheilsumálum Íslendinga frá lýðveldisstofnun,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.

Vísar hann í máli sínu til frumvarps til laga um breytingu á lögum um smásölu áfengis sem m.a. felur í sér afnám einkasölu ÁTVR á bjór og léttvíni, en frumvarpið verður að líkindum fljótlega tekið til fyrstu umræðu á Alþingi.

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir aukið aðgengi fólks að áfengi þýða meiri neyslu. „Ef þetta verður að lögum aukum við neysluna og þau vandamál sem stafa af áfengisneyslu,“ segir hann, en einstaklingar á miðjum aldri eru í mestri hættu að hans mati.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert