Sérhæft leitarfólk í Selvogi

Björgunarsveitarmaður við leit í fjörunni í nágrenni Selvogsvita.
Björgunarsveitarmaður við leit í fjörunni í nágrenni Selvogsvita. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fimmta tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna eru nú við leit í nágrenni Selvogsvita á Reykjanesi. Lögreglan sóttist eftir aðstoð björgunarsveitanna við leit á svæðinu vegna vísbendingar sem barst um helgina og tengist rannsókn á andláti Birnu Brjánsdóttur.

Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita um hádegi sunnudaginn 22. janúar. Hennar hafði þá verið saknað í átta sólarhringa.

Milt veður er á leitarsvæðinu, bjart og hlýtt.

Leitarhópurinn er úr björgunarsveitum á Suðurlandi, Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu.

Leitin hófst kl. 13 í dag og mun standa fram í myrkur ef þurfa þykir. Drónar eru m.a. notaðir við leitina.

Dróni á lofti yfir leitarsvæðinu.
Dróni á lofti yfir leitarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði við mbl.is í morgun að óskað hafi verið eftir aðstoð björgunarsveitanna til að fylgja eftir vísbendingu sem hann vildi ekki tjá sig um hvers eðlis væri.  „Við ætl­um að kanna það hvort það finn­ist þarna hlut­ir sem gætu tengst mál­inu,“ sagði Grímur.

Frétt mbl.is: Leit við Selvogsvita í dag

Karl­maður­inn sem er enn í gæslu­v­arðhaldi, grunaður um að hafa ráðið Birnu bana, hef­ur ekki verið yf­ir­heyrður um helg­ina og ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um hvenær yf­ir­heyrsl­ur yfir hon­um hefjast að nýju.

Grím­ur seg­ir að játn­ing manns­ins liggi ekki fyr­ir í mál­inu.

Hann seg­ir að enn sé ekki hægt að segja til um hvenær rann­sókn lög­regl­unn­ar á mál­inu ljúki og það verði sent áfram til ákæru­valds­ins.

Björgunarsveitarmenn stilla saman strengi áður en leit hófst í nágrenni …
Björgunarsveitarmenn stilla saman strengi áður en leit hófst í nágrenni Selvogs og Hlíðarvatns. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Björgunarsveitarmenn hefja leit í nágrenni Selvogs og Hlíðarvatns.
Björgunarsveitarmenn hefja leit í nágrenni Selvogs og Hlíðarvatns. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert