Leit við Selvogsvita í dag

Birna Brjánsdóttir fannst látin við Selvogsvita 22. janúar.
Birna Brjánsdóttir fannst látin við Selvogsvita 22. janúar. mbl.is/Hallur Már

Hópur björgunarsveitarmanna mun í dag taka þátt í leit á svæði við Selvogsvita á Reykjanesi, í námunda við staðinn þar sem Birna Brjánsdóttir fannst látin 22. janúar.

Verið er að fylgja eftir vísbendingu sem tengist málinu, að sögn lögreglunnar.

Leitað verður á svæðinu við Vogsósa, vestan við Selvogsvitann, m.a. í nágrenni affallsins úr Hlíðarvatni. Björgunarsveitarmenn af Suðurlandi og Suðurnesjum taka þátt samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Leit hefst um kl. 13 og verður leitað fram í myrkur ef þurfa þykir.

„Hjálparsveitirnar ætla að aðstoða okkur við að fylgja eftir vísbendingu sem ég vil ekki fara nánar út í hver er,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. „Við ætlum að kanna það hvort það finnist þarna hlutir sem gætu tengst málinu.“

Lögreglan hefur frá því að Birna fannst látin í fjörunni við vitann sagt að líklega hafi henni verið komið fyrir í sjónum á öðrum stað. Segist hún hafa hugmynd um hvar það kunni að vera án þess að hafa fengið það staðfest að fullu.

Leitað verður m.a. við affallið úr Hlíðarvatni í Ölfusi, skammt ...
Leitað verður m.a. við affallið úr Hlíðarvatni í Ölfusi, skammt frá Selvogi. Kort/Maps.is

Ekki yfirheyrður um helgina

Enn er beðið niðurstöðu úr rannsókn á lífsýnum sem tekin voru af munum um borð í Polar Nanoq, m.a. fötum tveggja skipverja sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Grímur segir að það styttist í að þær berist, mögulega verði það síðar í vikunni. 

Enn er eyða í þeim upplýsingum sem liggja fyrir um ferðir rauða Kia Rio-bílsins að morgni laugardagsins 14. janúar, daginn sem Birna hvarf. Fram hefur komið að hann kom inn á hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar um kl. 6.10 um morguninn en var svo ekið burt af bryggjunni og sást þar ekki aftur fyrr en um kl. 11.30.

Karlmaðurinn sem er enn í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa ráðið Birnu bana, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær yfirheyrslur yfir honum hefjast að nýju.

Grímur segir að játning mannsins liggi ekki fyrir í málinu.

Hann segir að enn sé ekki hægt að segja til um hvenær rannsókn lögreglunnar á málinu ljúki og það verði sent áfram til ákæruvaldsins.

Kokkurinn af Polar Nanoq lýsti því í viðtali við færeyska sjónvarpið í fyrradag hvernig honum og öðrum úr áhöfninni varð við er ljóst var að samstarfsmenn þeirra tengdust hvarfi Birnu. Hann segir málið allt hafa fengið verulega á sig.

Frétt mbl.is: „Það er stúlkan, Birna“

Snerti alla þjóðina

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur segir í viðtali við Guardian í dag að mál Birnu hafi snert hvern einasta Íslending. „Þetta snerti streng hjá þjóðinni. Birna var svo heilsteypt manneskja, svo falleg, svo ung, svo hamingjusöm. Hún hafði aldrei gert nokkrum manni illt.“

mbl.is

Innlent »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðahlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Flokkarnir nálgast lendingu

15:38 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við mbl.is. Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

„Var hugsað sem pólitísk aðför“

15:33 „Þrátt fyrir að dómstólinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttindasáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk.“ Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA - NORWEGIAN
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...