Leit við Selvogsvita í dag

Birna Brjánsdóttir fannst látin við Selvogsvita 22. janúar.
Birna Brjánsdóttir fannst látin við Selvogsvita 22. janúar. mbl.is/Hallur Már

Hópur björgunarsveitarmanna mun í dag taka þátt í leit á svæði við Selvogsvita á Reykjanesi, í námunda við staðinn þar sem Birna Brjánsdóttir fannst látin 22. janúar.

Verið er að fylgja eftir vísbendingu sem tengist málinu, að sögn lögreglunnar.

Leitað verður á svæðinu við Vogsósa, vestan við Selvogsvitann, m.a. í nágrenni affallsins úr Hlíðarvatni. Björgunarsveitarmenn af Suðurlandi og Suðurnesjum taka þátt samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Leit hefst um kl. 13 og verður leitað fram í myrkur ef þurfa þykir.

„Hjálparsveitirnar ætla að aðstoða okkur við að fylgja eftir vísbendingu sem ég vil ekki fara nánar út í hver er,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. „Við ætlum að kanna það hvort það finnist þarna hlutir sem gætu tengst málinu.“

Lögreglan hefur frá því að Birna fannst látin í fjörunni við vitann sagt að líklega hafi henni verið komið fyrir í sjónum á öðrum stað. Segist hún hafa hugmynd um hvar það kunni að vera án þess að hafa fengið það staðfest að fullu.

Leitað verður m.a. við affallið úr Hlíðarvatni í Ölfusi, skammt ...
Leitað verður m.a. við affallið úr Hlíðarvatni í Ölfusi, skammt frá Selvogi. Kort/Maps.is

Ekki yfirheyrður um helgina

Enn er beðið niðurstöðu úr rannsókn á lífsýnum sem tekin voru af munum um borð í Polar Nanoq, m.a. fötum tveggja skipverja sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Grímur segir að það styttist í að þær berist, mögulega verði það síðar í vikunni. 

Enn er eyða í þeim upplýsingum sem liggja fyrir um ferðir rauða Kia Rio-bílsins að morgni laugardagsins 14. janúar, daginn sem Birna hvarf. Fram hefur komið að hann kom inn á hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar um kl. 6.10 um morguninn en var svo ekið burt af bryggjunni og sást þar ekki aftur fyrr en um kl. 11.30.

Karlmaðurinn sem er enn í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa ráðið Birnu bana, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær yfirheyrslur yfir honum hefjast að nýju.

Grímur segir að játning mannsins liggi ekki fyrir í málinu.

Hann segir að enn sé ekki hægt að segja til um hvenær rannsókn lögreglunnar á málinu ljúki og það verði sent áfram til ákæruvaldsins.

Kokkurinn af Polar Nanoq lýsti því í viðtali við færeyska sjónvarpið í fyrradag hvernig honum og öðrum úr áhöfninni varð við er ljóst var að samstarfsmenn þeirra tengdust hvarfi Birnu. Hann segir málið allt hafa fengið verulega á sig.

Frétt mbl.is: „Það er stúlkan, Birna“

Snerti alla þjóðina

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur segir í viðtali við Guardian í dag að mál Birnu hafi snert hvern einasta Íslending. „Þetta snerti streng hjá þjóðinni. Birna var svo heilsteypt manneskja, svo falleg, svo ung, svo hamingjusöm. Hún hafði aldrei gert nokkrum manni illt.“

mbl.is

Innlent »

Mega flytja mjaldra til Eyja

21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »
40 feta kæligámur til sölu
Til sölu 40 feta kæli/frystigámur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, Gámurinn hef...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
BEYGJANLEGUR HARÐVIÐUR
T.d. á hringstiga og annað bogið, http://www.youtube.com/watch?v=Xh2eO_RaxnQ www...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...