„Fullsnemmt að fullyrða“

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra svaraði spurningum þingmanna í dag um breytingar ...
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra svaraði spurningum þingmanna í dag um breytingar á heilsugæslu á landinu.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að styrkja verði hlutverk heilsugæslunnar og tryggja aðgengi allra, óháð efnahag og búsetu. Við sérstakar umræður um heilsugæslu á landinu á Alþingi í dag sagði Óttarr að heilsugæslan stæði fyrir tveimur megináskorunum, annars vegar hvað varðar eðli þjónustunnar og hins vegar hvernig hún yrði fjármögnuð.

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar en hann gagnrýndi þróun síðustu ára í flutningi sínum. „Heilsugæslunni hefur víða og lengi verið sinnt í skötulíki.“

Guðjón sagði horfurnar þó betri nú en áður, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, en að mikið mætti enn bæta á landsbyggðinni, þar sem vandamálum væri oft bjargað með skammtímalausnum.

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/RAX

Guðjón spurði heilbrigðisráðherra hvernig og hvenær mætti búast við umbótum á þjónustu heilsugæsla á landsbyggðinni og tóku aðrir þingmenn undir þá spurningu.

Óttarr sagðist hvorki geta sagt til um hvernig né hvenær yrði unnið að bættri þjónustu heilsugæsla á landsbyggðinni, enda væri enn ekki hægt að segja til um árangur breytinganna á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég held að það sé nú kannski fullsnemmt að fullyrða hvenær það eigi að gerast. Við erum enn þá að upplifa og skoða árangurinn af þessum breytingum. […] Raunveruleikinn er víðast talsvert annar á landsbyggðinni [svo það er] ekki víst að sömu svör gildi þar og á höfuðborgarsvæðinu.“

Fjármögnunarkerfi nái yfir allar stöðvar

Ráðherra var einnig spurður út í greiðslufyrirkomulag heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu en samningar hafa verið gerðir við fjórar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

„Greiðslufyrirkomulagið gengur jafnt fyrir opinberar stöðvar höfuðborgarsvæðisins og þær sem eru einkareknar,“ sagði Óttar í svari sínu.

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði einnig við viðræðurnar að fjármögnunarkerfi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins næði yfir allar stöðvarnar, óháð rekstrarformi. Með þeim hætti mætti einfalda samanburð, gæða- og kostnaðareftirlit stöðvanna. 

Heilsugæsla miðbæjarins við Vesturgötu er ein 15 opinberra heilsugæsla á ...
Heilsugæsla miðbæjarins við Vesturgötu er ein 15 opinberra heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þá kölluðu Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, eftir skýrari stefnu í heilbrigðismálum á Íslandi og sagði Birgitta að aðgerðaáætlun vantaði sem hægt væri að fylgjast með.

Birgitta skoraði einnig á Óttar að fylgja stefnu Bjartrar framtíðar í heilbrigðismálum og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, skoraði á ráðherrann að „fara að heilbrigðislögum til að gera heilsugæsluna að því sem hún á að vera […], öflugur fyrsti viðkomustaður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »

Jafnréttisstofa án framkvæmdastjóra

07:37 Jafnréttisstofa hefur verið án framkvæmdastjóra frá því Kristín Ástgeirsdóttir lét af störfum að eigin ósk 31. ágúst. Óvissa ríkir um framhald málsins, en starfið var auglýst laust til umsóknar 24. júní. Meira »

Bílstjórans leitað en farþeginn handtekinn

06:23 Lögreglan var við umferðareftirlit seint í gærkvöldi þegar hún veitti bifreið athygli sem oftar en ekki hefur verið ekið af mönnum sem eru undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ákveðið var að snúa við og ræða við ökumanninn. Meira »

Hægagangur fram yfir kosningar

07:57 Veruleg hætta er á að stjórnarslitin muni valda drætti á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum. Þetta er mat forsvarsmanna launþega. Samningar um þriðjungs opinberra starfsmanna eru lausir á árinu. Meira »

Tryggjum að trampólín takist ekki á loft

07:07 Von er á tveimur haustlægðum til landsins í vikunni en sú fyrri kemur á morgun. Veðurfræðingur hvetur fólk til þess að tryggja að trampólín takist ekki á loft í seinni haustlægðinni sem væntanleg er á laugardag. Meira »

Vísað af slysadeild vegna leiðinda

06:08 Lögreglan hafði ekki önnur úrræði en að vista karlmann í fangaklefa vegna óláta og leiðinda. Maðurinn var í vímu þegar hann var handtekinn um eittleytið í nótt og verður í fangaklefa þangað til af honum rennur. Meira »
VW POLO
TIL SÖLU ÞESSI FALLEGI VW POLO COMFORTLINE ÁRGERÐ 2011. BÍLLINN ER MEÐ 1400 VÉL ...
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vél...
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Han...
L helgafell 6017091319 iv/v fjhst.
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017091319 IV/V Fjhst. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...