„Fullsnemmt að fullyrða“

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra svaraði spurningum þingmanna í dag um breytingar ...
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra svaraði spurningum þingmanna í dag um breytingar á heilsugæslu á landinu.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að styrkja verði hlutverk heilsugæslunnar og tryggja aðgengi allra, óháð efnahag og búsetu. Við sérstakar umræður um heilsugæslu á landinu á Alþingi í dag sagði Óttarr að heilsugæslan stæði fyrir tveimur megináskorunum, annars vegar hvað varðar eðli þjónustunnar og hins vegar hvernig hún yrði fjármögnuð.

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar en hann gagnrýndi þróun síðustu ára í flutningi sínum. „Heilsugæslunni hefur víða og lengi verið sinnt í skötulíki.“

Guðjón sagði horfurnar þó betri nú en áður, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, en að mikið mætti enn bæta á landsbyggðinni, þar sem vandamálum væri oft bjargað með skammtímalausnum.

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/RAX

Guðjón spurði heilbrigðisráðherra hvernig og hvenær mætti búast við umbótum á þjónustu heilsugæsla á landsbyggðinni og tóku aðrir þingmenn undir þá spurningu.

Óttarr sagðist hvorki geta sagt til um hvernig né hvenær yrði unnið að bættri þjónustu heilsugæsla á landsbyggðinni, enda væri enn ekki hægt að segja til um árangur breytinganna á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég held að það sé nú kannski fullsnemmt að fullyrða hvenær það eigi að gerast. Við erum enn þá að upplifa og skoða árangurinn af þessum breytingum. […] Raunveruleikinn er víðast talsvert annar á landsbyggðinni [svo það er] ekki víst að sömu svör gildi þar og á höfuðborgarsvæðinu.“

Fjármögnunarkerfi nái yfir allar stöðvar

Ráðherra var einnig spurður út í greiðslufyrirkomulag heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu en samningar hafa verið gerðir við fjórar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

„Greiðslufyrirkomulagið gengur jafnt fyrir opinberar stöðvar höfuðborgarsvæðisins og þær sem eru einkareknar,“ sagði Óttar í svari sínu.

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði einnig við viðræðurnar að fjármögnunarkerfi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins næði yfir allar stöðvarnar, óháð rekstrarformi. Með þeim hætti mætti einfalda samanburð, gæða- og kostnaðareftirlit stöðvanna. 

Heilsugæsla miðbæjarins við Vesturgötu er ein 15 opinberra heilsugæsla á ...
Heilsugæsla miðbæjarins við Vesturgötu er ein 15 opinberra heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þá kölluðu Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, eftir skýrari stefnu í heilbrigðismálum á Íslandi og sagði Birgitta að aðgerðaáætlun vantaði sem hægt væri að fylgjast með.

Birgitta skoraði einnig á Óttar að fylgja stefnu Bjartrar framtíðar í heilbrigðismálum og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, skoraði á ráðherrann að „fara að heilbrigðislögum til að gera heilsugæsluna að því sem hún á að vera […], öflugur fyrsti viðkomustaður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Handtóku manninn í Breiðholtinu

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn var hann í miðjum klíðum að reyna að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »

Guðni tók sjálfu í Hollandi

07:18 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hitti kvennalandsliðið í knattspyrnu í Hollandi þar sem hann er staddur á EM með fjölskyldu sinni. Hann segist á þeim fundi hafa kynnst þeirri samheldni, ákveðni bjartsýni og fagmennsku sem einkenni hópinn. Meira »

24 stiga hiti í suðlægum áttum

07:10 Áfram eru það Norðlendingar og ferðamenn á Norðausturlandi sem fá úthlutað besta veðrinu. Í dag verður bjart að mestu norðan heiða og hiti allt að 24 stigum. Annars staðar á landinu verður skýjað að mestu með dálítilli vætu og heldur svalara í veðri. Meira »

Tóku vörur án þess að borga

06:52 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt menn sem höfðu komið inn í Nettó á Fiskislóð rétt eftir miðnætti og tekið þar ófrjálsri hendi innkaupakerru fulla af vörum. Meira »

Góð makrílveiði suðaustur af landinu

05:30 Góð makrílveiði hefur verið á miðunum suðaustur af landinu. Víkingur AK var væntanlegur til Vopnafjarðar seint í gærkvöldi með rétt tæplega 600 tonn af makríl, segir á vef HB Granda. Meira »

Nýbygging við Perluna hýsir stjörnuver

05:30 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar.  Meira »

Vilja leyfa 100 þúsund tonn á ári

05:30 Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC Bakka Silicon hf. gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki. Meira »

Tafirnar kosta mikið fé

05:30 Fyrirhugað glæsihótel í Landssímahúsinu við Austurvöll verður í fyrsta lagi opnað rúmu ári á eftir áætlun. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til Landssímareitsins, segir vanhæfni í borgarkerfinu skýra tafir. Meira »

Kviknaði í tveimur bílum við Vog

05:30 Kveikt var í bíl í gær sem stóð utan við sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan hefur ákveðinn einstakling grunaðan um athæfið, en sá stakk af frá vettvangi. Hans var leitað í gær. Meira »

Vinnulag um miðlun upplýsinga

05:30 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, mun halda sama skipulagi varðandi veitingu upplýsinga af afbrotum á Þjóðhátíð og verið hefur síðustu ár. Meira »
TIL SÖLU
Til sölu Victor Reader hljóðbókaspilari NOTAÐUR. Verð 20.000 nýr kostar um 70....
Til sölu háþrýstidæla
Til sölu Black og Decker háþrýstidæla, 65bör 360l/klst.Ónotuð ,hellingur af fy...
Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...