Vilja stofna lýðháskóla á Flateyri

Frá Flateyri
Frá Flateyri mbl.is/Ómar Óskarsson

Boðað er til stofnfundar Félags um lýðháskóla á Flateyri kl. 13 í dag í Félagsbæ á Flateyri.

Tilgangur félagsins er að vinna að undirbúningi og stofnun lýðháskóla á Flateyri. Stýrihópur sem unnið hefur að undirbúningi verkefnisins frá því í júní boðar til fundarins.

Ekki verður lögð áhersla á próf eða einingar í skólanum heldur þátttöku og að nemendur á öllum aldri geti komið og dvalið í eina eða tvær annir, kynnst nýjum stað og fólki, tekist á við ólík viðfangsefni og haft gagn, gaman, þroska og lærdóm af.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert