Efast um að rétt sé að opna samningana

Samningar tugþúsunda launþega gætu losnað í vor verði þeim sagt …
Samningar tugþúsunda launþega gætu losnað í vor verði þeim sagt upp en einnig eru hugmyndir um að semja um viðbótarhækkanir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miklar umræður og fundahöld eru í sérsamböndum verkalýðshreyfingarinnar og á vettvangi ASÍ þessa dagana um endurskoðun kjarasamninganna en aðeins 15 dagar eru til stefnu þar til ákvörðun á að liggja fyrir.

Þó miklar líkur séu taldar á að niðurstaðan verði sú að forsendur samninganna séu brostnar og þeim verði mögulega sagt upp halda margir í verkalýðshreyfingunni því fram að óvarlegt sé að opna samningana núna, að því er fram kemur í fréttaskýringu um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag.

Í sumar og haust komi aðrir hópar í kjölfarið, því samningar lækna, BHM og hjúkrunarfræðinga losna í sumar og kennarasamningar í haust. Sumum innan raða ASÍ hrýs hugur við að opna alla samninga við þessar kringumstæður ef viðbúið er að í kjölfarið komi aðrir hópar og semji um meiri hækkanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert