Arion ræðir við lífeyrissjóði

Arion banki fundaði með fulltrúum lífeyrissjóðanna
Arion banki fundaði með fulltrúum lífeyrissjóðanna Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir

Fundahöld áttu sér stað í síðustu viku með fulltrúum innlendra lífeyrissjóða þar sem bankastjóri og fjármálastjóri Arion banka kynntu starfsemi hans með aðkomu sjóðanna fyrir augum, við sölu bankans.

Undirbúningur sölunnar hefur staðið um langa hríð. Þau tölulegu gögn sem lágu fyrir fundinum byggðust á síðasta 9 mánaða uppgjöri bankans, sem tilkynnt var til Kauphallar um miðjan nóvember síðastliðinn. Ekki var því um fjárhagsupplýsingar að ræða sem ekki eru öllum aðgengilegar, svo sem á heimasíðu bankans.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að ljóst þyki, að tilgangur fundahaldanna sé að búa lífeyrissjóði undir að til þeirra verði leitað og þeim boðinn hlutur í bankanum þegar kemur að sölu hans, sem samkvæmt því sem fram kom gæti orðið í apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert